Pizza með chorizo og sólþurrkuðum tómötum

Það er spænsk-ítalskur fílingur í þessari pizzauppskrift. Chorizo-pylsan er spænsk (hægt er að fá bæði spænska og íslenska útgáfu í flestum betri verslunum) en sólþurrkuðu tómatarnir og grilluðu ætiþistlarnir gefa meira ítalskt yfirbragð. Þá má líka fá í flestum verslunum.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • tómatapassata (ítalskt tómatamauk)
  • 1 bref (ca 10 sneiðar) spænsk chorizo
  • 1 lítill rauðlaukur
  • sólþurrkaðir tómatar
  • grillaðir ætiþistlar
  • sólþurrkaðir tómatar
  • mozzarellakúlur
  • óreganó

Byrjið á því að fletja út deigið. Smyrjið þunnu lagi af tómatapassata á pizzuna. Kryddið með óreganó.

Skerið rauðlauk og sólþurrkaða tómata í sneiðar og raðið á pizzuna. Raðið næst chorizo-sneiðunum yfir og sneiðum af ætiþistli. Skerið mozzarella-kúlurnar í sneiðar og dreifið yfir botninn.

Bakið við 220-250 gráður (eins og ofninn ræður við) þar til að botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður.

Deila.