Peter Lehmann Stonewell Shiraz 2009

Peter heitinn Lehmann  byggði upp vínhús sitt í Barossa með því að vinna með mörgum smærri vínbændum sem ræktuðu þrúgur fyrir vín hans. Bestu Shiraz-þrúgurnar ár hver hafa verið notaðar í vínið Stonewell, sem er ekki bara besta Shiraz-vín Lehmanns heldur eitt af þeim virkilega bestu frá Barossa.

Svarblátt, dökkt sem blek og algjörlega ógegnsætt á lit. Í nefi sólber, plómur, kóla og piparkökur, negull, mikið kaffi, ungt í munni, kröftugt, sýrumikið og tannískt, tignarlegt, fínlegt þrátt fyrir allan sinn kraft, eikin fullkomlega samofin við djúpan og margslunginn ávöxtinn.. Þetta er vín til að geyma. Að minnsta kosti verður að umhella því. Flott með villibráðinni, lambi eða vel hanginni nautasteik.

6.999 krónur.

Deila.