Alandra Branco Esporao 2013

Antão Vaz, Perrum og Arinto eru ekki vínþrúgur sem að við heyrum minnst á dags daglega en það er líka einn helsti styrkur  og sérstaða portúgalskar víngerðar hversu margar innlendar þrúgur er að finna. Þetta hvítvín er ódýrasta „byrjunarvínið“ í hvítu frá vínhúsinu Herdado de Esparao sem aðallega framleiðir vín frá Alentejo-héraði. Þetta er létt, einfalt og þægilegt hvítvín en víngerðarmaðurinn er Ástralinn David Baverstock.

Mjög tært á lit, í nefi þurrt yfirbragð hálmur, lime, melóna og hvít blóm. Sýrumikið,  létt, ferskt, örlítið beiskt í lokinn.

1.699 krónur. Ágætis kaup.

Deila.