Mikkeller & Friends opna með látum

Það fór ekki á milli mála að það væri eitthvað mikið að gerast á Hverfisgötunni föstudaginn 27. febrúar. Gífurleg vakning hefur orðið í bjóráhuga hér á landi og þá ekki síst áhugi á svokölluðum „craft“-bjórum frá litlum brugghúsum. Það var því ekki nema von að margir biðu spenntir eftir opnun Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12 í sama húsnæði og nafnlausi pizzastaðurinn og Dill. Röðin teygði sig niður að Ingólfsstræti áður en dyrnar opnuðu í fyrsta skipti klukkan sex og bjórinn byrjaði að flæða af krönunum og það var stappað á staðnum fram eftir kvöldi.

Daninn Mikkel Borg Bjergsø er maðurinn á bak við Mikkeller-bjóranna og bjórbarina sem reknir eru undir nafninu Mikkeller & Friends í Kaupmannahöfn og víðar. Hér á landi eru það teymið á bak við Dill og Kex sem standa að opnun Mikkeller & Friends og það er enginn annar en Haukur Heiðar Leifsson, sem m.a. hefur skrifað um bjór hér Vínótekinu um árabil sem heldur utan um rekstur staðarins.

Alls eru 20 craft-bjórar á krana á staðnum, allt hágæða og spennandi bjórar frá Mikkeller og To øl.

Mikkel ræddi við Vínótekið á sínum tíma og má lesa það viðtal með því að smella hér. 

Deila.