Beso del Vino Seleccion 2010

Nafnið og útlitið á þessu spænska rauðvíni kann að virka svolítið galgopalegt. Beso del Vino þýðir koss vínsins og litskrúðuga flöskuna prýðir einmitt mynd af nauti að kyssa glas af rauðvíni. En ekki láta blekkjast, þetta er alvöru vín og vel það.

Seleccion er blanda úr Syrah og Garnacha (Grenache) og eru síðarnefndu þrúgurnar af 40 ára gömlum vínvið. Vínið er djúpt, þykkt og mjög heitt, ávöxturinn þroskaður, svolítið þurrkaður. Dökk ber, sólber, plómur, sveskjur, mjög kryddað, silkimjúkt og feitt í munni.

1.828 krónur. Frábær kaup á því verði.

Deila.