Villa Antinori Bianco 2014

Rétt eins og rauða Villa Antinori-vínið hefur það hvíta tekið töluverðum breytingum í gegnum árin. Það á við um bæði þrúgublönduna og svæðin sem að þær koma frá. 2013 árgangurinn er blanda úr fimm þrúgum. Trebbiano og Malvasia, sem algengar eru í Toskana. En einnig Pinot Grigio, Pinot Blanc og Riesling sem eru t.d. allar þrjár algengar i Alsace í Frakklandi þó svo að Pinot Gris (Grigio) sé nú fyrir tilstilli ítalskra víngerðarmanna að verða ein sú vinsælasta í hemi.

Fölgult, þægileg, fersk angan af þroskuðum perum, þroskuðum gulum eplum, límóna, blómaangan. Hressilegt, ferskt, þægileg sýra í munni. Ágætis fordrykkur.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.