Caprese-salat – tómatar og Mozzarella

Stundum er það fljótlegasta og einfaldasta jafnframt það besta. Þetta sígilda salat nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda á veitingahúsum í Frakklandi, Ítalíu og víðar en það getur hver sem er leikið leikinn eftir með lítilli fyrirhöfn. Það eina sem skiptir máli er að nota topphráefni, góða bragðmikla tómata, góðan mozzarella, ferskt basil og hágæða ólívuolíu.

Upprunalega kemur salatið frá Ítalíu og er yfirleitt kennt við Capri – eða Caprese-salat.

Tilvalið sem léttur hádegisréttur eða forréttur.

Það sem þarf er þetta:

  • Tómata
  • Mozzarella-ost
  • Basil
  • Ólífuolíu
  • Nýmulinn pipar

Sneiðið tómatana og ostinn niður í um sentimetra þykkar sneiðar. Raðið þeim til skiptist upp á annaðhvort diska fyrir hvern og einn eða eitt stórt fat fyrir alla.

Saxið basillauf og stráið yfir. Hellið ólívuolíu yfir og piprið eftir smekk.

Berið fram með baguette-brauði og fersku og ungu hvítvíni t.d. Villa Antinori eða Pasqua Chardonnay.

Deila.