Asískt Cole Slaw

Cole Slaw er amerískt kálsalat sem nýtur mikilla vinsælda vestanhafs og er fyrirmyndin af því sem á íslensku hefur stundum verið kallað hrásalat. Við erum með uppskriftir að klassísku Cole Slaw hér. Í þessari uppskrift setjum við hins vegar smá asískt  „twist“ á þetta klassíska salat.

Við byrjum á því að útbúa kálblönduna en í hana þarf:

  • 1/2 lítill hvítkálshaus
  • 1/2 lítill rauðkálshaus
  • 4 gulrætur

Saxið varlega niður í matvinnsluvél.

Þá er komið að því að útbúa salatsósuna en í hana þarf:

  • 3 msk majonnes eða sýrður rjómi
  • 2 msk gott hvítvínsedik
  • 1 msk sesamolía
  • 1 msk rifinn engifer
  • 2 tsk Wasabi
  • 1 lúka fínsaxað ferskt kóríander
  • salt og pipar

Blandið öllu saman í skál. Blandið kálblöndunni saman við. Geymið í ísskáp í um tvær klukkustundir. Rétt áður en salatið er borið fram er um 2 dl af jarðhnetum blandað saman við.

Fleiri góð salöt má sjá með því að smella hér.

Deila.