Brown Lamartine 2010

Brown-Lamartine er “þriðja” vínið frá Chateau Cantenac-Brown, sem einnig framleiðir Brio. Það kemur af fimm hektara skika af Cantenac ekrunni sem fellur ekki undir svæðið Margaux heldur “appelation Bordeaux”.

Vínið er framleitt í sömu víngerð og af sama teymi og Grand Cru-vínið og Brio, og gefur nasasjón af því hvað stærri vínin bjóða upp á.

2010 árgangurinn var verulega góður í Bordeaux, vínið er með dökkan djúpan lit, það er fókuserað,  í nefi sedrusviður, tóbak, lakkrís, svartur ávöxtur, sólber. Öflug, nokkuð mjúk tannín, eikin situr eftir í lokin, Vín fyrir betri steikur og önd.

2.998 krónur. Frábær kaup.

Deila.